Jæja þá,

það er nú kannski kominn tími á smá blogg, annars er nú ekki svo mikið nýtt að frétta. Fórum í það fyrir rúmri viku síðan að setja upp nýju útihurðina, hún er rosa flott og það gekk alveg eins og í lygasögu hún bara smellpassaði og ekkert vesen, nei ég ætla ekki að setja inn mynd af henni þið verðið bara að koma og skoða híhí.

Ég er svona aðeins farin að tína upp rusl vetrarins í garðinum og bíð spennt eftir aðeins betra veðri til að getað dýft höndunum í moldina og rifið upp arfa og svona ýmislegt skemmtilegt, annars er ég með svo margar hugmyndir fyrir garðinn að ég veit ekki hvernig ég á að koma þeim öllum í framkvæmd.

Almar minn fékk loksins hjólið sitt í dag, eftir margra vikna suð þá var loksins farið í það að fá varahlutina sem vantaði og vann Axel í því frameftir kvöldi í gær að setja hjólið saman svo að sonurinn gæti farið á því í skólann í dag, alltof snemma náttúrulega , en það var allt í lagi því hann ætlaði sko að fara lengri leiðina sem er btw. ekkert lengri en hin sem hann er vanur að fara, hahaha hann er ótrúlegur, ég er stundum svo mikið kvikindi við unglinginn minn, ég var að flokka og henda alskona pappírsrusli sem safnast upp hjá manni og þar á meðal voru allskonar heilsufarsbæklingar sem Kristófer fékk frá heilsugæslunni þegar hann kláraði 10 bekk, og þar sem það er nú svo oft búið að ræða um reykingar, áfengi og fíkniefni að þá var alveg upplagt að ræða um krabbamein og viti menn var ekki líka þessi fíni bæklingur um krabbamein í eistum með myndum og öllu, ég veit ekki hvert drengurinn ætlaði þegar ég byrjaði.

bæ í bili, Guggan


Flutningar framundan..

Búin að segja upp hive og erum að flytja til símans, verður þá nýja emailið gudbjorgogaxel@simnet.is . Ætli ég verði ekki netlaus eitthvað fram í vikuna .Crying

 

Set inn nokkrar myndir af pottormunum mínum en þeir eru búnir að vera í pottinum alla helgina og voru í þessum pikkuðu orðum að stinga sér ofaní.

 

   003      004

 007

 

 

 

 


Talandi um vitleysuna í sjálfum sér....

Nú er formúlan að byrja og er það alveg möst að geta horft á það á þessu heimili,og þar sem við erum bara með kapalinn (eins og það heitir hér á suðurnesjunum) þá náum við ekki sýn í gegnum hann.

þannig að þá var brugðið á það ráð að ná í afruglara og ákveðið þar sem nú eru að koma páskar að borga stöð 2...jæja allt í fína með það,

afruglarinn tengdur eftir leiðbeiningum og byrjað að leita og leita og leita ,eina sem kom var rúv og skjár einn ,ekkert af erlendu stöðvunum sem við vorum með ekki heldur stöð 2 eða sýn, þannig að mín hringdi í þjónustuverið en þar var enga hjálp að fá,  Shocking

orðin frekar pirruð ..búin að sitja á gólfinu í 2 tíma að reyna alskonar tengingar þegar loksins kviknaði á perunni.......Blush  við erum ekki með örbylgjuloftnet fyrir stöð 2 aðeins kapalinn fyrir kapalkerfið og það virkar víst ekki saman.

kv. ein voða vitlaus  


Nellas eða Belba?

Hvert er þitt álfa eða hobbitanafn http://www.chriswetherell.com/hobbit/

Mitt álfanafn er Nellas Míriel og hobbitanafn er Belba Toadfoot of Frogmorton.

frú Míriel eða frú froskafótur....er þetta einhver spurning.

 


Unglingar...

mér finnst þau alveg æði...það er búið að vera mikill gestagangur hérna frá því að unglingurinn minn ákvað að flytja aftur heim... Við hjónaleysin fórum á árshátíð 23 feb og fengum unglinginn til að passa sem hann var alveg til í og það endaði með að þau voru hérna 5 unglingarnir allan daginn og fram á kvöld, síðan eru þau búin að vera hérna meira og minna og er frekar að bætast í en hitt.

Í dag löbbuðu 3 vinkonur hans Kristófers inn sögðu bara hæ og fóru inn í herbergi, 5 mínútum seinna kom hann inn en hafði eiginlega engan tíma í allar þessar stelpur, honum vantaði bara að komast inn í skúr til að setja stuðarann á bílinn sinn.. LoL 

Árshátíð hjá Almari á morgun, leikritið dýrin í hálsaskógi verður sýnt og  verður litla dýrið mitt sviðsmaður sem er mjög mikilvægt starf, hann er mjög ánægður með það sérstaklega að hann þarf sko ekkert að æfa lagið neitt mikið vegna þess að það sést sko ekkert í hann....hann verður sko bakvið og má hafa textann.

þangað til næst....kv Guggan


Þá er bara að byrja.

Jæja Dóra mín, þá varð þér að ósk þinni Wink

Til þess að ég sé nú maður með mönnum þá ætla ég að prófa þennan bloggheim en,  (hahaha það varð að vera EN)  þá lofa ég engu en skal reyna.

 

En svona til að vera fyrst með fréttirnar þá verður brúðkaup í sumar,   nei ég er ekki að fara að gifta mig, það er hinsvegar sonur minn, sá yngri. Hann er semsagt búinn að ákveða það ásamt sinni heittelskuðu henni Birnu.  

Staður og stund er ekki enn ákveðinn en þið megið búast við boðskorti fljótlega eða um leið og það er ákveðið.

kv Guggan


Höfundur

Guðbjörg
Guðbjörg
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 007
  • 003
  • 003
  • 004
  • ...ictures_004

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband