17.3.2008 | 14:45
Flutningar framundan..
Búin að segja upp hive og erum að flytja til símans, verður þá nýja emailið gudbjorgogaxel@simnet.is . Ætli ég verði ekki netlaus eitthvað fram í vikuna .
Set inn nokkrar myndir af pottormunum mínum en þeir eru búnir að vera í pottinum alla helgina og voru í þessum pikkuðu orðum að stinga sér ofaní.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2008 | 23:01
Talandi um vitleysuna í sjálfum sér....
Nú er formúlan að byrja og er það alveg möst að geta horft á það á þessu heimili,og þar sem við erum bara með kapalinn (eins og það heitir hér á suðurnesjunum) þá náum við ekki sýn í gegnum hann.
þannig að þá var brugðið á það ráð að ná í afruglara og ákveðið þar sem nú eru að koma páskar að borga stöð 2...jæja allt í fína með það,
afruglarinn tengdur eftir leiðbeiningum og byrjað að leita og leita og leita ,eina sem kom var rúv og skjár einn ,ekkert af erlendu stöðvunum sem við vorum með ekki heldur stöð 2 eða sýn, þannig að mín hringdi í þjónustuverið en þar var enga hjálp að fá,
orðin frekar pirruð ..búin að sitja á gólfinu í 2 tíma að reyna alskonar tengingar þegar loksins kviknaði á perunni....... við erum ekki með örbylgjuloftnet fyrir stöð 2 aðeins kapalinn fyrir kapalkerfið og það virkar víst ekki saman.
kv. ein voða vitlaus
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2008 | 16:44
Nellas eða Belba?
Hvert er þitt álfa eða hobbitanafn http://www.chriswetherell.com/hobbit/
Mitt álfanafn er Nellas Míriel og hobbitanafn er Belba Toadfoot of Frogmorton.
frú Míriel eða frú froskafótur....er þetta einhver spurning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 20:49
Unglingar...
mér finnst þau alveg æði...það er búið að vera mikill gestagangur hérna frá því að unglingurinn minn ákvað að flytja aftur heim... Við hjónaleysin fórum á árshátíð 23 feb og fengum unglinginn til að passa sem hann var alveg til í og það endaði með að þau voru hérna 5 unglingarnir allan daginn og fram á kvöld, síðan eru þau búin að vera hérna meira og minna og er frekar að bætast í en hitt.
Í dag löbbuðu 3 vinkonur hans Kristófers inn sögðu bara hæ og fóru inn í herbergi, 5 mínútum seinna kom hann inn en hafði eiginlega engan tíma í allar þessar stelpur, honum vantaði bara að komast inn í skúr til að setja stuðarann á bílinn sinn..
Árshátíð hjá Almari á morgun, leikritið dýrin í hálsaskógi verður sýnt og verður litla dýrið mitt sviðsmaður sem er mjög mikilvægt starf, hann er mjög ánægður með það sérstaklega að hann þarf sko ekkert að æfa lagið neitt mikið vegna þess að það sést sko ekkert í hann....hann verður sko bakvið og má hafa textann.
þangað til næst....kv Guggan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Tenglar
fjölskylda og vinir
Börnin
Áhugavert
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar