8.4.2008 | 15:06
Jæja þá,
það er nú kannski kominn tími á smá blogg, annars er nú ekki svo mikið nýtt að frétta. Fórum í það fyrir rúmri viku síðan að setja upp nýju útihurðina, hún er rosa flott og það gekk alveg eins og í lygasögu hún bara smellpassaði og ekkert vesen, nei ég ætla ekki að setja inn mynd af henni þið verðið bara að koma og skoða híhí.
Ég er svona aðeins farin að tína upp rusl vetrarins í garðinum og bíð spennt eftir aðeins betra veðri til að getað dýft höndunum í moldina og rifið upp arfa og svona ýmislegt skemmtilegt, annars er ég með svo margar hugmyndir fyrir garðinn að ég veit ekki hvernig ég á að koma þeim öllum í framkvæmd.
Almar minn fékk loksins hjólið sitt í dag, eftir margra vikna suð þá var loksins farið í það að fá varahlutina sem vantaði og vann Axel í því frameftir kvöldi í gær að setja hjólið saman svo að sonurinn gæti farið á því í skólann í dag, alltof snemma náttúrulega , en það var allt í lagi því hann ætlaði sko að fara lengri leiðina sem er btw. ekkert lengri en hin sem hann er vanur að fara, hahaha hann er ótrúlegur, ég er stundum svo mikið kvikindi við unglinginn minn, ég var að flokka og henda alskona pappírsrusli sem safnast upp hjá manni og þar á meðal voru allskonar heilsufarsbæklingar sem Kristófer fékk frá heilsugæslunni þegar hann kláraði 10 bekk, og þar sem það er nú svo oft búið að ræða um reykingar, áfengi og fíkniefni að þá var alveg upplagt að ræða um krabbamein og viti menn var ekki líka þessi fíni bæklingur um krabbamein í eistum með myndum og öllu, ég veit ekki hvert drengurinn ætlaði þegar ég byrjaði.
bæ í bili, Guggan
Bloggvinir
Tenglar
fjölskylda og vinir
Börnin
Áhugavert
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ flotta !!! til hamingju með nýju hurðina hver veit nema að ég banki upp á einn daginn og þá sé ég flottu hurðina ykkar og snýki kaffi í leiðinni hehehe..... takk fyrir commentið og þú ert líka æðisleg mín kæra,já þessir bæklingar eru góðir og gott að geta stuðst við þá með...... í baráttunni,en hvort það virki,veit ekki,hvað heldur þú ???? og vonandi verður Almar kátur á morgun með hjólið sitt síja... kv. Dóran
Dóra Maggý, 9.4.2008 kl. 00:13
hæ mín kæra og gaman að sjá loksins staf á blogginu þínu.
Ég var einmitt að hugsa um garðinn þinn núna í vikunni,, það var kominn svona vorfílingur í mig, langaði svoa ð fara að athuga með fræ og svona. þú veist að þú hóar bara í mig þegar að við getum farið að byrja á moldarflaginu þarna fyrir utan hjá þér,,,,, týna arfa og svona þá komum við Alexandra galvaskar með hanska , fötu, skóflu og annan útbúnað sem er nauðsynlegur í svona vorverk (já og kanski í pollagalla hihihihi) okkur hlakkar mikið til !!!!
luv u
Sigríður Þóra, 9.4.2008 kl. 06:29
Til lukku með nýja klukku:) Nei eða var það hurð;) Til hamingju með hurðina. Vá hvað lífið er nú yndislegt þegar maður er að óska til hamingju með nýjar hurðir. En hvað ég vildi að ég hefði verið dauð fluga á vegg að fylgjast með þegar þú varst að tala við hann Kristófer, hahahaha:) Hafðu það annars gott og þið öll. Kveðja frá okkur öllum, María.
María (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.